Ísland með Hollandi eða Þýskalandi í riðli á EM

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Hollandi eða Þýskalandi komist …
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Hollandi eða Þýskalandi komist Ísland á EM. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Takist íslenska karlalandsliðinu í fótbolta að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í fótbolta í gegnum umspilið í mars verður liðið annaðhvort með Þýskalandi eða Hollandi í riðli. 

Fari svo að Ísland endi í F-riðli bíða Þjóðverjar og spilað verður í München og Búdapest. Ísland getur líka endað í C-riðli þar sem Úkraína og Holland bíða. Þar verður leikið í Amsterdam og Búkarest.  

Ísland mæt­ir annaðhvort Rúm­en­íu eða Ung­verjalandi á heima­velli í lok mars í undanúr­slit­um um­spilsins og gæti síðan mætt Búlgaríu, Ung­verjalandi eða Ísra­el í úr­slit­um. Verður dregið um hvor þjóðin fái heima­leik í úrslitum. Dregið verður í umspilið á föstudaginn kemur. 

mbl.is