Albert í viðræðum við Fram

Albert Hafsteinsson í leik með ÍA.
Albert Hafsteinsson í leik með ÍA. Haraldur Jónasson/Hari

Miðjumaðurinn Albert Hafsteinsson er í viðræðum um að ganga til liðs við Fram sem leikur í Inkasso-deild karla í knattspyrnu. Leikmaðurinn hefur enn ekki tekið ákvörðun, en líklegt þykir að hann muni ákveða að ganga til liðs við félagið. Þetta herma heimildir mbl.is.

Albert hefur alla tíð leikið með ÍA og hefur á þeim tíma leikið 74 leiki í efstu deild karla. Hann nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum fyrr í haust og hefur frá þeim tíma verið frjáls ferða sinna. Síðastliðið haust íhugaði Albert að ganga í raðir FH en ákvað á endanum að halda tryggð við uppeldisfélag sitt.

Ef af verður er Albert þriðji leikmaðurinn sem Fram fær til sín í vetur. Áður höfðu framherjinn Alexander Már Þorláksson og markmaðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson skrifað undir samninga við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert