Ísland mætir Rúmeníu í umspilinu

Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Jón Guðni …
Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Jón Guðni Fjóluson og Ari Freyr Skúlason mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland leikur gegn Rúmeníu á heimavelli í umspilinu fyrir lokakeppni EM karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram 26. mars.

Liðið sem hefur betur í þeirri viðureign leikur á útivelli 31. mars gegn sigurvegaranum úr viðureign Búlgaríu og Ungverjalands. Einnig var dregið um það en drátturinn fór fram hjá UEFA klukkan 11.

Ekki liggur fyrir hvort heimaleikur Íslands geti farið fram á Íslandi þegar þar að kemur né hvert leikurinn verður þá færður ef til þess kemur. 

Ísland mætir Þýskalandi í München í lokakeppninni næsta sumar fari svo að Ísland komist þangað. Ísland verður sem sagt í F-riðli á EM takist Íslandi að vinna sér sæti í lokakeppninni í gegnum umspilið. 

Leið D:

Undanúr­slit:

Georgía – Hvíta-Rúss­land

Norður-Makedón­ía – Kósóvó

Leið C:

Undanúr­slit:

Skot­land – Ísrael

Nor­eg­ur – Serbía

Leið B:

Undanúr­slit:

Bosn­ía – Norður-Írland

Slóvakía – Írland

Leið A:

Undanúr­slit:

Ísland – Rúmenía

Búlgaría – Ungverjaland

Dregið í umspili EM 2020 opna loka
kl. 11:38 Textalýsing Takist Íslandi að komast á EM þá fer Ísland í F-riðil lokakeppninnar í München og Budapest. Þar af leiðandi er ljóst að Ísland mætir sigursælu liði Þýskalands á EM fari svo að Ísland komst þangað.
mbl.is