Ungur og efnilegur leikmaður í FH

Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir er orðin leikmaður FH.
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir er orðin leikmaður FH. Ljósmynd/FH

Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild FH. Svanhildur Ylfa er fædd 2003 og er því aðeins 16 ára gömul. Skoraði hún eitt mark í tíu leikjum með HK/Víkingi í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 

Hún þekkir vel til FH því hún æfði og spilaði með félaginu í yngri flokkum. Svanhildur á tvo leiki með U17 ára landsliði Íslands. 

FH fór upp í efstu deild er liðið hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. Félagið hefur þegar samið við Sigríði Láru Garðarsdóttur sem kom frá ÍBV. 

mbl.is