Verður Ísland tvisvar á heimavelli í lok mars?

Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén.
Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fær Ísland að spila á heimavelli í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta, komist liðið þangað? Það ræðst í hádeginu í dag í sérstökum umspilsdrætti, og eru einfaldlega helmingslíkur á því að Ísland fengi heimaleik. Einnig ræðst hvar Ísland spilar á EM næsta sumar komist liðið þangað.

Umspilið skiptist í fjórar leiðir; A, B, C og D, og kemst eitt lið á EM í gegnum hverja leið. Leikið er í stökum undanúrslitaleikjum 26. mars, með framlengingu og vítaspyrnukeppni ef til þarf, og úrslitaleikir fara fram 31. mars. Svona mun drátturinn í dag ganga fyrir sig:

Leið D:

Undanúrslit:

Georgía – Hvíta-Rússland

Norður-Makedónía – Kósóvó

*Dregið um það hvor sigurvegari undanúrslita verður á heimavelli í úrslitaleik.

Leið C:

Undanúrslit:

Skotland – Búl/Ísr/Ung/Rúm

Noregur – Serbía

*Dregið um það hvert af Búlgaríu, Ísrael, Ungverjalandi og Rúmeníu fer til Skotlands. Dregið um það hvor sigurvegari undanúrslita verður á heimavelli í úrslitaleik.

Leið B:

Undanúrslit:

Bosnía – Norður-Írland

Slóvakía – Írland

*Dregið um það hvor sigurvegari undanúrslita verður á heimavelli í úrslitaleik.

Leið A:

Undanúrslit:

Ísland – Ung/Rúm

Búl/Ísr – Ísr/Ung

*Liðin þrjú sem ekki voru dregin í leið C fara í leið A. Ísland fær heimaleik við það liðanna sem varð neðst í Þjóðadeildinni, sem verður Rúmenía nema Rúmenía dragist í leið C, en annars Ungverjaland. Búlgaría verður á heimavelli í hinum undanúrslitaleiknum, nema liðið dragist í leið C en þá fær Ísrael heimaleik við Ungverjaland.

Dregið um það hvor sigurvegari undanúrslita verður á heimavelli í úrslitaleik.

Fréttaskýringuna í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »