Finnum önnur verkefni í staðinn

Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki í Algarve-bikarnum 2018 ásamt samherjum …
Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki í Algarve-bikarnum 2018 ásamt samherjum sínum. AFP

Kvennalandsliðið í knattspyrnu verður ekki eitt þeirra liða sem taka þátt í Algarve-bikarnum, sterku boðsmóti sem Ísland hefur tekið þátt í allar götur síðan 2007. Íslandi var ekki boðið að vera með á mótinu á næsta ári en það fer fram í byrjun mars. Leikmenn fá frí frá sínum félagsliðum á þessum tíma til að fara í landsliðsverkefni og þjálfarinn Jón Þór Hauksson segir að landsliðið muni einfaldlega finna sér önnur verkefni.

„Við fengum þessar fréttir um síðustu helgi. Þá barst loksins svar frá mótshöldurum og við vorum farin að pressa stíft eftir svörum frá þeim. Nokkuð er síðan við vildum fara að gera áætlanir varðandi hótel og annað. Skipulagningin í kringum mótið hefur yfirleitt verið fyrr á ferðinni og því voru farnar að renna á okkur tvær grímur. Vinnan við að finna vináttuleiki fyrir okkur er komin í gang. Sem dæmi þá er einnig æfingamót á Kýpur og okkur er boðið þangað. Við erum að fara yfir stöðuna og notum næstu vikur til að ákveða hvort við förum á mót eða spilum staka leiki erlendis,“ sagði Jón Þór.

Umfjöllunina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag og þar er rætt nánar við Jón. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert