Aroni Einari líst ekkert á dauðariðilinn (myndskeið)

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég ætla ekki að ljúga, þetta leit ekki vel út,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson aðspurður um dauðariðilinn sem bíður Íslendinga á EM. Aron var gestur Á beIN Sports í Katar í gærkvöldi.

Ísland mæt­ir heims­meist­ur­um Frakka, Þjóðverj­um og Portú­göl­um, ríkj­andi Evr­ópu­meist­ur­um, í F-riðli sem spilaður er í München og Bú­dapest, fari svo að við komumst í lokakeppnina.

„Þetta verða þrír erfiðir leikir ef við komumst þangað en fyrst eigum við hörkuleik við Rúmeníu á heimavelli og svo vonandi úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu,“ bætti Aron við en hann er að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í leik með Al-Arabi, félagsliði sínu í Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert