Ein sú efnilegasta framlengdi í Árbænum

Cecilía Rán Rúnarsdóttir á æfingu með íslenska A-landsliðinu í ágúst …
Cecilía Rán Rúnarsdóttir á æfingu með íslenska A-landsliðinu í ágúst á þessu ári. mbl.is/Hari

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fylkis en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Nýr samningur hennar gildir út tímabilið 2021 en hún kom til félagsins frá Aftureldingu haustið 2018.

Hún er fædd árið 2003 en hún lék fimmtán leiki með Fylki í úrvalsdeildinni síðasta sumar. Þá var hún valin í fyrsta sinn í A-landslið kvenna í haust fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021.

Þá framlengdi miðjumaðurinn Margrét Björg Ástvaldsdóttir einnig samning sinn við félagið og gildir hann út tímabilið 2021. Margrét gekk til liðs við Fylki frá Haukum haustið 2017. Hún á að baki 51 leik í efstu deild þar sem hún hefur skorað fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert