Knattspyrnuþjálfarar – karlrembuheimur eða ekki?

Bojana Besic var eini kvenkyns þjálfarinn í úrvalsdeild kvenna þegar ...
Bojana Besic var eini kvenkyns þjálfarinn í úrvalsdeild kvenna þegar síðasta tímabil hófst, hjá KR, og henni var sagt upp um mitt sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnuþjálfarinn Soffía Ámundadóttir segir að þjálfaraumhverfi á Íslandi sé ekki kvenvænt. Það sé karlrembuheimur þar sem konur fái ekki sömu tækifæri og karlar. Reynslulitlir karlmenn séu frekar ráðnir í laus þjálfarastörf en reynslumiklar konur.

Hún segir að það sé erfitt að vera kona í þessum karlaheimi. „ Ég hef oft þur ft að taka á honum stóra mínum, v era bein í baki og láta framkomu annarra ekki trufla mig. É g tel mig vera góðan knattspyr nu þjálfara . Annars væri ég löngu hætt en ég óska þess h eitt að þetta breytist. Það er hægt m eð virðingu og góðri framkomu. Það er árið 2019 !“ segir Soffía í  grein sem hún sendi mbl.is og fer hér á eftir í heilu lagi:

Ég hef starfað sem knattspyrnuþjálfari í 20 ár og hef marga fjöruna sopið. Upp í huga mér kemur reynsla og þroski. En ekki síður niðurlæging og erfiðleikar. Þjálfaraumhverfið á Íslandi er ekki kvenvænt . Af hv erju skyldi það vera?

Fyrir það fyrsta erum við mikið færri konur að þjálfa en karlar. Stjórnir félagan [n] a eru að miklum meiri hluta karlar og þeir sem sjá um ráðningu þjálfara eru í lang flestum tilfellum karlar.

Er konum ekki treystandi? Þetta er jú bara fótbolti . Reynslan hefur kennt okkur að ef félag vill ráð a til sín þjálfara er ungur reynslulítill karlmaður frekar ráðinn heldur en reynslu mikil kona. Fá félög auglýsa starfið laust – mikið oftar er ráðið í gegnum klíku eða orðróm.

Félagasamtök sem vinna í kringum knattspyrnu á Íslandi standa ekki nógu vel vörð um konur og jafnrétti. Má þar nefna Knattspyrnuþjálfarafélag Ísland s . Ár eftir ár verðlauna þeir karla og unga stráka sem eru mjög ungir í stéttinni. Frá árinu 1981 hefur 51 karlmaður hlotið h eiðursviðurkenningu KÞÍ og ein kona. Hvar eru konurnar? Eru þær virkilega ekki að standa sig? Þurfa þær ekki líka klapp á bakið eða trufla þær

Einnig má nefna Knattspyrnusamband Íslands þar sem allir starfandi landsliðsþ jálfarar eru karlar. UEFA setti viðmiðunarreglur að árið 2020 eiga konur að vera í þjálfarateymum kvennalandsliða. Það væri mikilvægt fyrir s telpurnar að hafa fyrirmyndir, h vort sem það er í starfi landsliðsþjálfara eða að sjá konu fá verðlaun fyrir vel unnin stör f innan stéttarinnar. Þ að myndi þá væntanlega leiða til þess að fleiri konur feta þessa grýttu braut.

Hvað eru margar konur að þjálfa í efstu deild kvenna á Íslandi? Það þarf ekki að telja lengi – engin , sem er skammarlega lítið. Hugsanlega skortir þá sem stjórna hugrekki til að veita konum tækifæri til að spreyta sig á stóru störfunum.

Ég hef oft verið með karlmann sem aðstoðarþjálfara en í leikjum er alltaf komið að þeim og heilsað/þakkað fyrir leikinn. Samt vita allir að kona er aðalþjálfarinn og var sem stýrði liðinu, sá um leikgreiningu og tók helstu ákvarðanir. Þetta er v irðingarleysi í sinni ljótustu mynd. Kvenþjálfarar verða varir við þessa framkomu f rá foreldrum, karlþjálfurum, félögum og stjórnum. Fólk leyfir sér að gagnrýna konurnar meira og þær þurfa að berjast meira fyrir sínu. Áreiti, yfirgangur og frekja eru orð sem koma upp í huga minn.

Knattspyrnuþjálfaragráðan mín er ekkert minna virði en ka rls. Ég ásamt mörgum góðum kven þjálfurum stóðumst prófin, verkefnin, vettvangsnámið og þjálfaraskólann með mikilli pr ý ði. En þá koma strax up p spurningar frá þeim vantrúuðu: Fengu þær afslátt af náminu ? A f hverju fengu þær styrk ? E r ekki bara verið að hleypa þeim í gegn til að fjölga konum? Aldre i er horft á það að mögulega séu þarna á ferðinni mjög góðir þjálfarar, með langa reynslu af knattspyrnuiðkun sjálfar, mikla reynslu af þjálfun og góðan árangur í starfi.

Þ að hefur aldrei verið auðv elt að vera kona í þessum karlaheimi. Ég hef oft þur ft að taka á honum stóra mínum, v era bein í baki og láta framkomu annarra ekki trufla mig. É g tel mig vera góðan knattspyr nu þjálfara . Annars væri ég löngu hætt en ég óska þess h eitt að þetta breytist. Það er hægt m eð virðingu og góðri framkomu. Það er árið 2019 !

Ráðum hæfileikaríkar konur í starfið, virkjum þær innan samtaka/félaga og komum fra m við þær alveg eins og karla. Þær e iga það skilið.

Svar mitt við spurningunni hér að ofan er stórt – knattspyr nu umhverfið er karlrembuheimur hér á landi sem og um allan heim. En það er ekki a fsökun. Við getum breytt þessu, þ að eina sem þarf er VILJ I .

Virðingarfyllst,

Soffía Ámundadóttir UEFA A knattspyr nu þjálfaragráða og kennari .

mbl.is