Óli fær tvo nýja aðstoðarmenn

Hallgrímur Jónasson, til vinstri, kemur inn í þjálfarateymið hjá KA.
Hallgrímur Jónasson, til vinstri, kemur inn í þjálfarateymið hjá KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tveir nýir aðstoðarþjálfarar eru komnir til liðs við karlalið KA í knattspyrnu og verða Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara liðsins, til halds og trausts.

Hallgrímur Jónasson, fyrirliði KA og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, kemur inn í teymið sem annar aðstoðarþjálfaranna en hinn er Pétur Heiðar Kristjánsson sem hefur leikið með báðum Akureyrarfélögunum og spilaði síðast með Magna í 1. deild. Þá var Pétur þjálfari og leikmaður Dalvíkur/Reynis í 2. deild á árunum 2013-2015.

Sveinn Þór Steingrímsson var aðstoðarþjálfari KA á síðasta tímabili en hætti síðsumars til að taka við sem þjálfari Magna. Halldór Jón Sigurðsson var Óla til aðstoðar á lokaspretti tímabilsins en hann er farinn til Gautaborgar og þjálfar þar unglingalið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert