Valsmenn með landsliðsmann á reynslu

Heimir Guðjónsson tók við Val á dögunum.
Heimir Guðjónsson tók við Val á dögunum.

Færeyski knattspyrnumaðurinn Magnus Egilsson er á reynslu hjá Val og æfir með liðinu. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, þekkir vel til Egilsson, þar sem þeir unnu saman hjá HB. Urðu þeir Færeyja- og bikarmeistarar með HB.

Blaðamaðurinn Guðmundur Hilmarsson greinir frá á Twitter-síðu sinni í morgun. Bjarni Ólafur Eiríksson hefur síðustu ár leikið sem vinstri bakvörður hjá Valsliðinu, en hann gekk á dögunum í raðir ÍBV. 

Egilsson, sem er 25 ára, lék sína fyrstu leiki með A-landsliði Færeyja í október og lék hann 25 af 27 leikjum HB á síðustu leiktíð. 

mbl.is