Ungir menn njóta trausts á Skaganum

Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA. mbl.is/Hari

Á undanförnum vikum hafa fjórir leikmenn sagt skilið við úrvalsdeildarlið ÍA í knattspyrnu. Einar Logi Einarsson tekur sér frí frá íþróttinni, Arnór Snær Guðmundsson leggur skóna á hilluna og verður aðstoðarþjálfari ásamt Ingimar Elí Hlynssyni, Albert Hafsteinsson gekk í raðir Fram á dögunum og Gonzalo Zamorano rær einnig á önnur mið.

Morgunblaðið hafði samband við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara ÍA, og spurði hann út í leikmannamálin fyrir næsta tímabil.

„Aðrir leikmenn eru á samningi og verða áfram hjá okkur. Marcus Johansson á til dæmis ár eftir af samningi við okkur og ég áttaði mig ekki á því hvers vegna umræða skapaðist um að hann væri á förum.

Við fylgjum leikmannastefnu okkar og hún er áfram sú sama. Við ætlum að gefa ungum leikmönnum og heimamönnum tækifæri áfram. Við erum með frábæran 2. flokk sem hefur staðið sig vel og við viljum eiga pláss fyrir þá leikmenn í okkar hópi. Átta leikmenn á þeim aldri voru í æfingahópnum hjá okkur á síðasta tímabili. Nú koma nánast allir úr byrjunarliðinu sem var að spila gegn Derby í Evrópukeppninni inn í æfingahópinn hjá okkur.

Við fáum upp vel þjálfaða stráka með svakalega öflugt hugarfar sem eru góðir í fótbolta. Síðasta sumar vorum við yngsta liðið í Pepsi-deildinni og við viljum gefa þessum strákum tækifæri og þeir þurfa að grípa þau,“ sagði Jóhannes, en 2. flokkur ÍA varð Íslandsmeistari bæði 2018 og 2019.

Sjá viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert