VAR á Laugardalsvelli

Myndbandsdómgæsla verður til taks á Laugardalsvelli í mars.
Myndbandsdómgæsla verður til taks á Laugardalsvelli í mars. AFP

UEFA tilkynnti í dag að VAR, myndbandsdómarar, yrðu við störf í umspilinu fyrir EM karla í fótbolta í mars á næsta ári. Nokkuð er síðan að tilkynnt var að VAR yrði notað á lokamótinu. 

Ísland mætir Rúmeníu á heimavelli 26. mars á næsta ári í undanúrslitum umspilsins. Stefnt er að því að spila leikinn á Laugardalsvelli, ef aðstæður leyfa, og verður VAR því notað hér á landi í fyrsta skipti. 

Óljóst er hvort VAR verði til staðar í undankeppni HM 2022, en FIFA þarf að gefa grænt ljós til að slíkt geti orðið að veruleika. Myndbandstækni var notuð til að aðstoða dómara á HM karla í Rússlandi síðasta sumar og HM kvenna í Frakklandi í sumar. 

Þá hefur tæknin verið notuð í ensku úrvalsdeildinni með vægast sagt misjöfnum árangri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert