Kunnuglegur Spánverji til Vestmannaeyja

Jose Sito kann vel við sig í Vestmannaeyjum.
Jose Sito kann vel við sig í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Spænski knattspyrnumaðurinn Jose Sito skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍBV. Sito þekkir vel til hjá ÍBV, en hann skoraði sex mörk í tólf leikjum fyrir liðið sumarið 2015 og átti stóran þátt í að Eyjamenn héldu sæti sínu í úrvalsdeild. 

Hinn þrítugi Sito skoraði þrjú mörk í 23 leikjum fyrir Fylki sumarið eftir. Hann sneri aftur til Íslands síðasta sumar er hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum með Grindavík, en gat ekki komið í veg fyrir að liðið félli niður um deild. 

ÍBV féll einnig niður í deild og er Sito ætlað að hjálpa liðinu að komast upp í deild þeirra bestu á ný. 

„Ásamt því að leika með liðinu mun Sito þjálfa hjá félaginu. Velkominn til baka Sito!“ segir í yfirlýsingu sem ÍBV sendi frá sér í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert