Breiðablik fær gríðarlegan liðsstyrk

Rakel Hönnudóttir var fyrirliði Breiðabliks áður en hún hélt út.
Rakel Hönnudóttir var fyrirliði Breiðabliks áður en hún hélt út. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir er gengin í raðir Breiðabliks eftir tvö ár erlendis í atvinnumennsku. Rakel gekk fyrst í raðir Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð og svo Reading á Englandi. 

Rakel lék 158 leiki með Breiðabliki á árunum 2012-2017 og skoraði í þeim 68 mörk, þar af voru 103 leikir og 46 mörk í efstu deild. Hún varð bikarmeistari með Blikum árin 2013 og 2016 og Íslandsmeistari árið 2015. Rakel hefur þegar leikið 100 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim níu mörk. 

Breiðablik ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili, eftir að liðið fór titlalaust í gegnum síðasta tímabil. Kópavogsfélagið fékk Sveindísi Jane Jónsdóttur til sín á dögunum, en hún er var einn besti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. 

„Blikar fagna því mjög að Rakel sé komin aftur í Kópavoginn. Við hlökkum til að sjá hana í fagurgræna búningnum,“ segir í yfirlýsingu sem Breiðablik sendi frá sér. 

mbl.is