Þurfa að vinna betur með félögunum

Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með Val gegn ÍBV.
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með Val gegn ÍBV. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það áttu sér stað áhugaverðar samræður í Kastljósinu á RÚV hinn 4. desember síðastliðinn. Í settið voru mætt þau Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, og Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Umfjöllunarefni þáttarins var kvennaknattspyrnan á Íslandi og hlutir sem mættu betur fara.

Í þættinum var meðal annars rætt um þá vegferð sem kvennaknattspyrnan á Íslandi er á, U23 ára landslið kvenna og leiktíma í úrvalsdeild kvenna á síðustu leiktíð. Undanúrslitaleikur Hollands og Svíþjóðar á HM kvenna í Frakklandi síðasta sumar fór fram 3. júlí, á sama tíma og leikur Vals og Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna sem var á þeim tíma stærsti leikur tímabilsins í kvennaboltanum. Óheppilegt.

Sjá bakvörðinn í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert