Valsmenn semja við landsliðsmann

Heimir Guðjónsson hefur fengið gamlan lærisvein til sín í Val.
Heimir Guðjónsson hefur fengið gamlan lærisvein til sín í Val.

Knattspyrnudeild Vals gerði í dag tveggja ára samning við færeyska landsliðsmanninn Magnus Egilsson. Leikmaðurinn kemur til Vals frá HB í Færeyjum, þar sem hann lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar, núverandi þjálfara Vals. 

Egilsson er 25 ára vinstri bakvörður og var hann í stóru hlutverki hjá HB á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið með Val í Bose-mótinu í vetur, en liðið vann einmitt keppnina með sigri á KR í úrslitaleik. 

Eg­ils­son lék sína fyrstu leiki með A-landsliði Fær­eyja í októ­ber og lék hann 25 af 27 leikj­um HB á síðustu leiktíð. Varð hann færeyskur meistari og bikarmeistari undir stjórn Heimis hjá HB. 

mbl.is