Frá Kostaríka til Akureyrar

Gabrielle Guillén.
Gabrielle Guillén.

Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu hefur náð sér í liðsauka frá Kostaríka fyrir komandi keppnistímabil en þarlend landsliðskona, Gabrielle Guillén, hefur samið um að leika með Akureyrarliðinu og er væntanleg í febrúar.

Guillén er 27 ára gömul og kemur frá Deportivo Saprissa í heimalandi sínu en þar er hún í miðju úrslitaeinvígi um meistaratitilinn þessa dagana. Hún lék áður með bandarísku háskólaliði í þrjú ár. Guillén leikur sem vinstri bakvörður eða kantmaður en getur einnig spilað á miðjunni, að því er fram kemur á heimasíðu Þórs.

Guillén hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Kostaríka og lék m.a. með liðinu í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Kanada árið 2015. Þá á hún leiki með yngri landsliðum Kostaríka í lokakeppni HM í U17 og U20 ára liðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert