Snýr aftur til Ólafsvíkur

Gonzalo Zamorano sækir að marki Breiðabliks á Kópavogsvellinum síðasta sumar.
Gonzalo Zamorano sækir að marki Breiðabliks á Kópavogsvellinum síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spænski knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano hefur samið við Víkinga í Ólafsvík um að leika með þeim næstu tvö árin og snýr því aftur á Snæfellsnesið eftir eitt ár á Akranesi.

Zamorano, sem er 24 ára sóknarmaður, lék með Hugin á Seyðisfirði árið 2017 þar sem hann skoraði 16 mörk í 22 leikjum. Hann lék með Ólafsvíkingum í 1. deildinni 2018 og skoraði þá 10 mörk í 20 leikjum. Hann spilaði síðan með Skagamönnum í úrvalsdeildinni á þessu ári en náði ekki að skora mark í 20 leikjum í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert