Frá Austfjörðum til Vestmannaeyja

Guðjón Ernir Hrafnkelsson ásamt Daníel Geir Moritz formanni knattspyrnudeildar ÍBV.
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ásamt Daníel Geir Moritz formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur gengið frá þriggja ára samningi við Guðjón Erni Hrafnkelsson. Guðjón kemur til ÍBV frá Hetti/Hugin þar sem hann skoraði tvö mörk í 20 leikjum í 3. deild síðasta sumar. 

Guðjón er 19 ára gamall og getur bæði leikið á hægri kantinum og í hægri bakverði. Lék hann með Hetti í 2. deildinni áður en félagið sameinaðist Hugin. Hann hefur alls spilað 46 leiki í deild og bikar og skorað í þeim þrjú mörk. 

Guðjón var valinn í U19 ára landsliðið á dögunum og þykir efnilegur. „Knattspyrnuráð karla er gríðarlega ánægt með að fá Guðjón til ÍBV. Guðjón er fluttur til Vestmannaeyja og tekur slaginn með okkur alla leið,“ segir meðal annars á vefsíðu ÍBV.

ÍBV hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum í vetur og samið við leikmenn eins og Bjarna Ólaf Eiríksson, Jose Sito og Jón Ingason. Þá mun Gary Martin væntanlega leika með liðinu í 1. deildinni á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert