Systur sameinast í Árbænum

Sara Dögg Ásþórsdóttir er ungur og efnilegur miðjumaður.
Sara Dögg Ásþórsdóttir er ungur og efnilegur miðjumaður. Ljósmynd/Fylkir

Sara Dögg Ásþórsdóttir er gengin til liðs við knattspyrnulið Fylkis en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Sara Dögg er fædd árið 2004 en hún kemur til félagsins frá 1. deildarliði Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Þrátt fyrir ungan aldur á Sara að baki 20 meistaraflokksleiki í deild og bikar. Þá hefur hún spilað tvo leiki með U16 ára landsliði Íslands. Sara Dögg er yngri systir Evu Rutar Ásþórsdóttur sem gekk til liðs við Fylki síðasta haust frá HK/Víkingi.

Árbæingar hafa verið duglegir að styrkja lið sitt á undanförnum mánuðum en Stefanía Ragnarsdóttir, Íris Una Þórðardóttir, Katla María Þórðardóttur og Tinna Harðardóttir skrifuðu allar undir samninga við félagið í lok október á síðasta ári.

mbl.is