Vesturbæingar styrkja sig

Kristín Erna Sigurlásdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við KR.
Kristín Erna Sigurlásdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við KR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er gengin til liðs við KR og skrifar hún undir tveggja ára samning við Vesturbæinga. Kristín kemur til félagsins frá ÍBV þar sem hún er uppalin en hún hefur einnig spilað með Fylki á ferlinum.

Kristín Erna er fædd árið 1991 en hún á að baki 122 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 44 mörk. Vesturbæingar hafa verið duglegir að bæta við sig leikmönnum undanfarna mánuði en Lára Kristín Pedersen og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sömdu við félagið fyrir áramót.

mbl.is