Blikar skoruðu sex - Sævar með þrennu - Sveindís byrjar vel - Stórsigur Gróttu

Brynjólfur Darri Willumsson skoraði tvö mörk fyrir Blika gegn Leifi …
Brynjólfur Darri Willumsson skoraði tvö mörk fyrir Blika gegn Leifi Andra Leifssyni og félögum í HK. mbl.is/Hari

Vetrarmótin í íslenska fótboltanum eru komin í gang og margir leikir fóru fram í gær og í fyrrakvöld, einn þeirra meira að segja utandyra.

Breiðablik burstaði granna sína í HK, 6:1, í Kórnum þar sem Brynjólfur Darri Willumsson skoraði tvö markanna og rauða spjaldið fór þrisvar á loft.

Íslandsmeistarar KR lögðu Fylki 2:1 í Reykjavíkurmótinu í Egilshöllinni þar sem Oddur Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið

Sævar Atli Magnússon skoraði þrennu fyrir Leikni gegn Víkingi í Reykjavíkurmótinu en leikurinn endaði 3:3.

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í fyrsta mótsleik sínum með Breiðabliki sem burstaði bikarmeistara Selfyssinga 7:0 í Faxaflóamóti kvenna.

Þorri Mar Þórisson skoraði tvö mörk fyrir KA sem vann Magna 4:1 í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri.

Fjölnismenn hafa skorað 12 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Reykjavíkurmótinu en Jóhann Árni Gunnarsson gerði tvö markanna í 5:1 sigri á ÍR.

Gróttumenn tóku á móti Grindvíkingum á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi og nýliðarnir í úrvalsdeildinni unnu þar stórsigur, 4:0. Kristófer Orri Pétursson skoraði tvö markanna.

Helstu úrslitin í gær og fyrrakvöld:

Reykjavíkurmót karla, A-riðill:

KR - Fylkir 2:1 
(Stefán Árni Geirsson 35., Oddur Ingi Bjarnason 58. -- Valdimar Þór Ingimundarson 24.)

ÍR - Fjölnir 1:5
(Ívan Óli Santos 60. -- Kristófer Óskar Óskarsson 15., Guðmundur Karl Guðmundsson 28., Jóhann Árni Gunnarsson 35., 75.(v), Valdimar Ingi Jónsson 73.

Reykjavíkurmót karla, B-riðill:

Víkingur R. - Leiknir R. 3:3
(Nikolaj Hansen 51., Logi Tómasson 58., Atli Hrafn Andrason 79. -- Sævar Atli Magnússon 20., 74., 77.)

Valur - Fram 2:1
(Einar Karl Ingvarsson, Sigurður Egill Lárusson -- Þórir Guðjónsson (v))

Norðurlandsmót karla, Kjarnafæðismótið, A-deild:

KA - Magni 4:1
(Þorri Mar Þórisson 45., 47., Hrannar Björn Steingrímsson 55., sjálfsmark 90. -- Þorsteinn Már Þorvaldsson 73.)

Fótbolti.net-mót karla, A-deild, 1. riðill:

HK - Breiðablik 1:6
(Birnir Snær Ingason -- Ólafur Guðmundsson, Gísli Eyjólfsson, Brynjólfur Darri Willumsson (2), Stefán Ingi Sigurðsson, Þorleifur Úlfarsson. Rautt spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK), Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki), Brynjar Björn Gunnarsson (þjálfari HK)

FH - ÍBV 0:0

Fótbolti.net-mót karla, A-deild, 2. riðill:

ÍA - Stjarnan 2:2
(Brynjar Snær Pálsson 25., Steinar Þorsteinsson 66. -- Guðjón Baldvinsson 40., Hilmar Árni Halldórsson 80.)

Grótta - Grindavík 4:0
(Pétur Theodór Árnason, Óliver Dagur Thorlacius, Kristófer Orri Pétursson (2))

Faxaflóamót kvenna, A-riðill:

Breiðablik - Selfoss 7:0
(Sveindís Jane Jónsdóttir 16., 86., Vigdís Edda Friðriksdóttir 26., sjálfsmark 27., Andrea Rán Hauksdóttir 69., Sóley María Steinarsdóttir 70., Agla María Albertsdóttir 89.

Fótbolti.net-mót karla, B-deild:

Njarðvík - Selfoss 2:1
Vestri - Keflavík 1:3

Faxaflóamót kvenna, B-riðill:

ÍA - Grótta 6:0

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert