Íslandsmeisturum skellt og Jakob skoraði fjögur fyrir Þór

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði fyrir KR og Stefanía Ragnarsdóttir fyrir …
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði fyrir KR og Stefanía Ragnarsdóttir fyrir Fylki í leikjum gærdagsins. mbl.is/Hari

Fylkir lagði Íslandsmeistara Vals að velli í fyrstu umferð Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu í gær og Þórsarar skoruðu átta mörk gegn Völsungi á Norðurlandsmóti karla.

Stefanía Ragnarsdóttir, fyrrverandi Valskona, tryggði Fylki óvæntan sigur í Egilshöllinni en hún skoraði bæði mörk liðsins. Áður hafði Valur komist yfir með sjálfsmarki Árbæinga á upphafsmínútunum. Lokatölur urðu 2:1.

Kristín Erna Sigurlásdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eru nýkomnar í KR og þær skoruðu báðar í öruggum 4:0 sigri á Víkingi á Reykjavíkurmótinu í gær. 

Þróttarkonur, sem eru nýliðar í úrvalsdeildinni í ár, unnu Fjölni örugglega, 5:1, þar sem Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði tvö markanna.

Jakob Snær Árnason skoraði fjögur mörk fyrir Þór sem burstaði Völsung 8:1 á Norðurlandsmóti karla, Kjarnafæðismótinu, í Boganum á Akureyri.

Úrslit í mótsleikjum gærdagsins í íslenska fótboltanum:

Reykjavíkurmót kvenna:

Þróttur R. - Fjölnir 5:1
(Linda Líf Boama 7., Andrea Rut Bjarnadóttir 12., 54., Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir 84., Álfhildur Rósa Kjartansdóttir 88. -- Sara Montoro 88.)

KR - Víkingur R. 4:0
(Kristín Erna Sigurlásdóttir 6., Hlíf Hauksdóttir 9., Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 34., Hildur Björg Kristjánsdóttir 58.)

Fylkir - Valur 2:1
(Stefanía Ragnarsdóttir 25., 57. -- Sjálfsmark 7.)

Norðurlandsmót karla, Kjarnafæðismótið, A-deild:

Þór - Völsungur 8:1
(Sölvi Sverrisson 19., Jakob Snær Árnason 36., 53., 71., 89., Fannar Daði Malmquist Gíslason 50., Guðni Sigþórsson 56., Elvar Baldvinsson 61. -- Freyþór Hrafn Harðarson 83.)

Dalvík/Reynir - Leiknir F. 1:1
(Gunnlaugur Bjarnar Baldursson 42. -- Mykolas Krasnovskis 37.)

Faxaflóamót kvenna, A-riðill:

Keflavík - FH 1:1
(Ísabel Jasmín Almarsdóttir 69. -- Rannveig Bjarnadóttir 63.)

Fótbolti.net-mót karla, B-deild:

Víkingur Ó. - Afturelding 1:2

Norðurlandsmót karla, Kjarnafæðismótið, B-deild:

Höttur/Huginn - Kormákur/Hvöt 5:0

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert