Íslenska liðið mætt í borg englanna

Íslenska landsliðið er mætt til Los Angeles.
Íslenska landsliðið er mætt til Los Angeles. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem liðið mun æfa næstu daga og leika tvo vináttuleiki. Ísland spilar annars vegar við Kanada og hins vegar El Salvador. 

Leikurinn við Kanada hefst að miðnætti 15. janúar og leikurinn við El Salvador fjórum dögum síðar. Fyrsta æfing íslenska liðsins fór fram í gær á æfingavelli við leikvang LA Galaxy sem leikur í efstu deild Bandaríkjanna, en allir leikmennirnir í hópnum tóku þátt í æfingunni. 

Hér að neðan má sjá landsliðshópinn sem tekur þátt í verkefninu, en ekki er um alþjóðlega landsliðsdaga að ræða og vantar því margar af stærstu stjörnum liðsins. 

Markverðir
Elías Rafn Ólafs­son (2000) - FC Midtjyl­l­and (3 U21 leik­ir)
Pat­rik Sig­urður Gunn­ars­son (2000) - Brent­ford (7 U21 leik­ir)
Hann­es Þór Hall­dórs­son (1984) - Val­ur (67 A leik­ir)

Varn­ar­menn
Kári Árna­son (1982) - Vík­ing­ur (81 A-leik­ur, 6 mörk)
Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son (1990) - Levski Sofia (12 A leik­ir, 1 mark)
Daní­el Leó Grét­ars­son (1995) - Aalesund (6 U21 leik­ir, 1 mark)
Birk­ir Már Sæv­ars­son (1984) - Val­ur (90 A leik­ir, 1 mark)
Davíð Kristján Ólafs­son (1995) - Aalesund (1 A leik­ur)
Ari Leifs­son (1998) - Fylk­ir (14 U21 leik­ir, 1 mark)
Osk­ar Sverris­son (1992) - BK Häcken
Al­fons Samp­sted (1998) - Norr­köp­ing (26 U21 leik­ur, 1 mark)

Miðju­menn
Mika­el Neville And­er­son (1998) - FC Midtjyl­l­and (3 A leik­ir)
Aron Elís Þránd­ar­son (1994) - OB (3 A leik­ir)
Alex Þór Hauks­son (1999) - Stjarn­an (1 A leik­ur)
Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son (1994) - Breiðablik (7 U21 leik­ir, 2 mörk)
Tryggvi Hrafn Har­alds­son (1996) - ÍA (3 A leik­ir, 1 mark)
Stefán Teitur Þórðarson (1998) - ÍA (0 A leikir)

Sókn­ar­menn
Kristján Flóki Finn­boga­son (1995)- KR (4 A leik­ir, 1 mark)
Óttar Magnús Karls­son (1997) - Vík­ing­ur (7 A leik­ir, 2 mörk)
Kjart­an Henry Finn­boga­son (1986) - Vejle 11 A leik­ir, 2 mörk)
Kol­beinn Sigþórs­son (1990) - AIK (56 A leik­ir, 26 mörk)
Viðar Örn Kjartansson (1990) - Rostov (24 A leikir, 3 mörk)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert