Skagamaður til reynslu í Svíþjóð

Bjarki Steinn Bjarkason í leik með ÍA gegn FH síðasta …
Bjarki Steinn Bjarkason í leik með ÍA gegn FH síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður knattspyrnuliðs Skagamanna, er á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro þar sem hann verður til reynslu í vikunni.

Þetta kemur fram á vefmiðlinum Fotbollskanalen. Bjarki Steinn hefur áður verið til reynslu hjá Norrköping en hann er 19 ára kantmaður, uppalinn í Aftureldingu, en lék 20 leiki með ÍA í úrvalsdeildinni á síðasta ári og skoraði 3 mörk.

mbl.is