Sá leikjahæsti áfram í Hafnarfirði

Atli Guðnason verður áfram í herbúðum FH.
Atli Guðnason verður áfram í herbúðum FH. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Atli Guðnason hefur framlengt samning sinn við FH út næsta sumar. Atli er leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 274 leiki en í þeim hefur hann skorað 66 mörk og er þriðji markahæsti leikmaður FH í deildinni.

Atli lék sinn fyrsta leik fyrir FH árið 2004 og hefur verið í röðum félagsins allar götur síðan, en var lánaður til HK árið 2004 og Fjölnis árið eftir. Síðan þá hefur hann leikið minnst 14 deildarleiki hvert sumar fyrir FH. 

Atli skoraði eitt mark í 17 leikjum með FH í deildinni á síðustu leiktíð. Atli er 35 ára, en eftir síðasta tímabil var óljóst hvort hann myndi vera áfram í herbúðum FH, eða leggja skóna á hilluna. 

mbl.is