Átta breytingar á byrjunarliði Íslands

Birkir Már Sævarsson leikur sinn 92. landsleik.
Birkir Már Sævarsson leikur sinn 92. landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðþjálfarinn Erik Hamrén gerir átta breytingar á byrjunarliði Íslands sem mætir El Salvador í vináttuleik A-landsliða karla í Carson í Kaliforníu. Hefst leikurinn á miðnætti að íslenskum tíma. 

Oskar Tor Sverrisson og Ari Leifsson eru báðir í byrjunarliðinu og munu leika sína fyrstu landsleiki. Aðeins Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Kjartan Henry Finnbogason halda sæti sínu í byrjunarliðinu frá því að liðið lék við Kanada aðfaranótt föstudags. 

Kári Árnason er fyrirliði liðsins og Birkir Már Sævarsson er sá reynslumesti, en hann leikur landsleik númer 92 í nótt. Pablo Punyed, leikmaður KR, er í byrjunarliði El Salvador. 

Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ari Leifsson, Oskar Tor Sverrisson

Miðja: Tryggvi Hrafn Haraldsson, Stefán Teitur Þórðarson, Bjarni Mark Antonsson, Óttar Magnús Karlsson

Sókn: Kristján Flóki Finnbogason, Kjartan Henry Finnbogason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert