Framlengir við Íslandsmeistarana

Arnór Sveinn Aðalsteinsson lék vel með KR síðasta sumar.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson lék vel með KR síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara KR. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2021. Fótbolti.net greindi frá. 

Arnór lék mjög vel með KR á síðustu leiktíð og átti sinn hlut í að liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti síðan 2013. 

Arnór er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur leikið með KR síðan 2017. Hann er 34 ára og var fyrirliði liðsins í sigrinum á Þrótti á Reykjavíkurmótinu í gær. 

mbl.is