Valgeir til reynslu í Álaborg

Valgeir Valgeirsson í leik með HK.
Valgeir Valgeirsson í leik með HK. mbl.is/Hari

Valgeir Valgeirsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi úr HK, er kominn til Álaborgar í Danmörku þar sem hann er til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu AaB.

Hann á að leika með liðinu á morgun gegn AGF í æfingaleik en með AGF leikur annar uppalinn leikmaður úr HK, Jón Dagur  Þorsteinsson, fyrirliði íslenska 21-árs landsliðsins.

„Hann er mjög ungur svo þarna er ekki að ræða um leikmann sem fer beint í liðið hjá okkur en við höfum fylgst með honum. Við höfum ekki farið til Íslands til að skoða hann en höfum séð hann á myndböndum. Það var spennandi svo við óskuðum eftir því við félag hans að fá hann hingað í eina viku,“ segir Thomas Bælum stjórnarmaður AaB við bold.dk.

Valgeir sló í gegn með liði HK í úrvalsdeildinni á síðasta ári, þá aðeins 16 ára gamall. Hann spilaði 20 af 22 leikjum Kópavogsliðsins í deildinni og skoraði þrjú mörk. Þá á hann að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert