Kominn heim í Kópavoginn

Höskuldur Gunnlaugsson gerði þriggja ára samning við uppeldisfélagið.
Höskuldur Gunnlaugsson gerði þriggja ára samning við uppeldisfélagið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Höskuldur er 25 ára og hefur leikið 114 keppnisleiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 38 mörk. 

Höskuldur var seldur til Halmstad í Svíþjóð árið 2017, en var lánaður til Breiðabliks síðasta sumar og skoraði 13 mörk í deild og bikar. Nú er hann laus alla mála hjá sænska liðinu og kominn aftur heim í Kópavoginn. 

Höskuldur spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Kanada í Bandaríkjunum í síðustu viku og stóð sig vel. 

„Við erum afskaplega ánægðir að fá Höskuld í okkar raðir. Hann hefur sýnt það að hann er algjör lykilmaður í liðinu, mikill karkater og frábært fordæmi fyrir yngri leikmennina,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, á Blikar.is.

mbl.is