Er rétt að fjölga liðum og leikjum í íslenska fótboltanum?

KR-ingar eru Íslandsmeistarar og Skagamenn hafa lagt fram tillögu um …
KR-ingar eru Íslandsmeistarar og Skagamenn hafa lagt fram tillögu um fjölgun liða í úrvalsdeild karla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þessa dagana er mikið rætt um hvort fjölga eigi liðum og leikjum í úrvalsdeild karla í fótbolta, og lengja tímabilið úr fimm mánuðum í sex til sjö. Jafnvel átta.

Flestir virðast sammála um að leikjunum þurfi að fjölga og tímabilið verði að lengja og í tillögu sem Skagamenn leggja fyrir ársþing KSÍ í næsta mánuði er lagt til að liðum verði fjölgað úr tólf í sextán í tveimur áföngum, þannig að þau verði 14 árið 2021 og 16 árið 2022.

Það þýðir að hvert lið myndi spila 26 leiki í deildinni á næsta ári og 30 leiki frá og með 2023, í stað 22 eins og það hefur verið frá árinu 2008 þegar liðum var síðast fjölgað, úr tíu í tólf. Þá er gert ráð fyrir 14 liða B-deild frá 2023.

Sitt sýnist hverjum eins og við er að búast og helstu efasemdirnar í þessu snúa að því hvort næg gæði verði til staðar ef liðin verða fjórtán eða sextán og hvort of margir leikir veki minni áhuga en æskilegt væri.

Viðbúið er til dæmis að ef átta leikir eru spilaðir í einni umferð, jafnvel á sama deginum, þá verði umfjöllun fjölmiðla um suma þeirra frekar takmörkuð.

Bakvörðinn í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »