Þróttur sækir liðsauka til Noregs

Þróttur og FH í baráttunni í 1. deild kvenna í …
Þróttur og FH í baráttunni í 1. deild kvenna í haust en liðin unnu sér bæði sæti í úrvalsdeildinni. mbl.is/Hari

Þróttur í Reykjavík, sem er nýliði í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í ár, hefur náð sér í liðsstyrk til Noregs en félagið hefur fengið til sín  bandaríska leikmanninn Stephanie Riberio frá norska úrvalsdeildarliðinu Avaldsnes.

Riberio er 25 ára gömul og hefur bæði leikið sem framherji og miðjumaður. Hún fékk fá tækifæri í liði Avaldsnes á síðasta tímabili en lék árið á undan með Grand Bodø í sömu deild og skoraði þá  fjögur mörk í tíu leikjum. Hún lék áður með liði Connecticut-háskólans og var í kjölfarið valin af Kansas City í nýliðavali bandarísku atvinnudeildarinnar en náði ekki að spila með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert