Eyjakonur bæta við sig markverði

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Þorsteinn Magnússon markvarðaþjálfari ÍBV.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Þorsteinn Magnússon markvarðaþjálfari ÍBV. Ljósmynd/ÍBV

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur fengið enn meiri liðsauka fyrir komandi keppnistímabil en um helgina voru fimm nýir erlendir leikmenn kynntir til leiks hjá félaginu.

Nú hefur markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving bæst í hópinn en hún kemur til ÍBV frá Val í láni á komandi tímabili.

Auður er aðeins 17 ára gömul en hefur verið varamarkvörður Vals undanfarin þrjú ár og leikið tvo úrvalsdeildarleiki með liðinu. Hún á að baki 20 leiki með yngri landsliðum Íslands og er aðalmarkvörður U19 ára landsliðsins sem leikur í milliriðli EM síðar í vetur.

mbl.is