Spilar í efstu deild í fyrsta skipti

Gunnar Örvar Stefánsson er kominn í raðir KA á nýjan …
Gunnar Örvar Stefánsson er kominn í raðir KA á nýjan leik. Ljósmynd/KA

Framherjinn Gunnar Örvar Stefánsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Gunnar, sem er 25 ára, hefur staðið sig vel með KA á undirbúningstímabilinu. 

Gunnar kemur til KA frá Magna þar sem hann hefur skorað 15 mörk í 38 leikjum síðustu tvö sumur. Þar á undan skoraði hann 25 mörk á þremur tímabilum með Þór. 

Sóknarmaðurinn er uppalinn KA-maður og lék hann á sínum tíma 34 deildarleiki með liðinu og skoraði fimm mörk.

Alls hefur hann skorað 45 mörk í 136 leikjum í B-deild, en hann mun leika í efstu deild í fyrsta skipti á komandi leiktíð. 

mbl.is