Er ekki meiri þörf á fjölgun í kvennadeildinni?

Margar landsliðskonur leika með Val og Breiðabliki. Þurfa þær ekki …
Margar landsliðskonur leika með Val og Breiðabliki. Þurfa þær ekki fleiri leiki á Íslandsmótinu? mbl.is/Árni Sæberg

Hinar ýmsu nefndir innan KSÍ virðast ekki hrifnar af þeirri tillögu Skagamanna að fjölga liðum í úrvalsdeild karla í fótbolta úr tólf í fjórtán og þaðan upp í sextán á næstu tveimur árum.

Bæði fjárhags- og endurskoðunarnefnd og mótanefnd KSÍ hafa gert athugasemdir við tillöguna og síðar í þessari viku mun starfshópur KSÍ um mögulega lengingu Íslandsmótsins kynna sína afstöðu í málinu.

Fram hafa komið áhyggjur af því að málið sé ekki hugsað nægilega vel, hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á fjárhag og mannafla KSÍ, vandkvæði vegna leyfiskerfis, hvort fjöldi dómara standi undir þessari fjölgun leikja og fleira í þeim dúr.

En ég hef ekki orðið var við miklar umræður um hvort rétt sé að fjölga liðum og/eða leikjum í úrvalsdeild kvenna. Þar er þó jafnvel ennþá meiri þörf á fleiri verkefnum fyrir leikmennina þar sem mun fleiri landsliðskonur en landsliðskarlar leika með íslenskum félagsliðum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert