Fjögur ný félög í 4. deildinni í ár

Eitt nýju liðanna, Skandinavía, auglýsti á þennan hátt eftir leikmönnum …
Eitt nýju liðanna, Skandinavía, auglýsti á þennan hátt eftir leikmönnum á ruslafötum í Glasgow.

Riðlaskipting í 4. deild karla í knattspyrnu á Íslandsmótinu 2020 liggur fyrir en keppnin þar hefst í maímánuði. Liðin eru 32 talsins, einu fleiri en í fyrra, og því eru átta lið í hverjum riðli deildarinnar að þessu sinni.

Samtals leika þar með 80 lið í fimm deildum Íslandsmóts karla á komandi keppnistímabili en þau voru 79 á síðasta ári.

Riðlarnir eru þannig skipaðir:

A-riðill:
Afríka (Reykjavík), GG (Grindavík), ÍBU (Árnessýsla), ÍH (Hafnarfjörður), KFS (Vestmannaeyjar), Léttir (Reykjavík), Vatnaliljur (Kópavogur), Ýmir (Kópavogur).

B-riðill:
Álafoss (Mosfellsbær), Björninn (Reykjavík), KFR (Rangárvallasýsla), Kormákur/Hvöt (Húnavatnssýsla), Skandinavía (Reykjavík), Snæfell (Stykkishólmur), SR (Reykjavík), Stokkseyri (Árborg).

C-riðill:
Ásvellir (Hafnarfjörður), Berserkir (Reykjavík), Hamar (Hveragerði), Ísbjörninn (Kópavogur), KFB (Álftanes), KM (Reykjavík), Samherjar (Eyjafjarðarsveit), Skallagrímur (Borgarnes).

D-riðill:
Árborg (Selfoss), Blix (Kópavogur), Hvíti riddarinn (Mosfellsbær), Hörður (Ísafjörður), KB (Reykjavík), KH (Reykjavík), Kría (Seltjarnarnes), Mídas (Reykjavík).

Fjögur ný lið eru með í ár, Íþrótta- og boltafélag uppsveita, Skandinavía, Knattspyrnufélagið Bessastaðir (KFB) og Blix. Þrjú eru hætt frá síðasta ári, Reykjavíkurliðin Fenrir, Kóngarnir og Úlfarnir.

mbl.is