Lykilmaður KA líklega með slitið krossband

Elfar verð fyrir meiðslunum í þessu samstuði við Spánverjann Álvaro …
Elfar verð fyrir meiðslunum í þessu samstuði við Spánverjann Álvaro Montejo Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson er líklega með slitið krossband og verður þar af leiðandi ekkert með KA í sumar. Fotbolti.net greindi frá.  

Elfar fór meiddur af velli er KA vann 5:1-sigur á Þór í Kjarnafæðismótinu í byrjun þessa mánaðar. 

Elfar hefur leikið með KA síðan 2015 og verið helsti markaskorari liðsins síðustu ár. Elfar skoraði 13 mörk í 20 deildarleikjum síðasta sumar. 

Hann hefur alls skorað 105 mörk í 281 keppnisleik í meistaraflokki með KA, Breiðabliki og Völsungi. 

mbl.is