Til hamingju með hvað?

Berglind Rós Ágúsdóttir, til hægri, er fyrirliði Fylkis og nýliði …
Berglind Rós Ágúsdóttir, til hægri, er fyrirliði Fylkis og nýliði í landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undanfarna tvo daga hef ég rætt við tvær nýjustu landsliðskonur Íslands í fótbolta. Annars vegar Natöshu Anasi og hins vegar Berglindi Rós Ágústsdóttur. Birtust viðtöl mín við þær báðar á mbl.is.

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er því nýorðin lögleg með landsliðinu. Það var gaman að heyra hversu stoltur Íslendingur hún er orðin og hve miklu máli það skipti fyrir hana að fá kallið í landsliðið.

Hún átti ekki endilega von á því að fá kallið, enda var fótboltinn ekki í forgangi þegar hún sótti um ríkisborgararétt. Hún hefur verið búsett hér á landi síðan 2014, á íslenskan
eiginmann og dóttur sem fæddist á Íslandi. 

Berglind verður 25 ára í sumar og var hún að fá kallið í A-landsliðið í fyrsta skipti. Það sem mér þótti frekar fyndið í hennar tilviki var að enginn hjá KSÍ lét hana vita. Fékk hún hamingjuóskir frá vinkonu sinni, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna.

Bakvörðinn í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert