Allir leikirnir enduðu 5:0

Atli Hrafn Andrason skorar fyrsta mark Víkings gegn Magna án …
Atli Hrafn Andrason skorar fyrsta mark Víkings gegn Magna án þess að Fannar Örn Kolbeinsson nái að stöðva hann. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag og lauk þeim öllum með stórsigrum, 5:0. Valsarar unnu Vestra og ÍBV lagði Víking Ólafsvík að velli í fjórða riðlinum og Víkingur Reykjavík lagði Magna í Boganum í öðrum riðli.

Eyjamenn og Ólafsvíkingar mættust á Eimskipsvellinum í Laugardal og vann ÍBV stórsigur, 5:0. Felix Örn Friðriksson skoraði tvö mörk og þeir Víðir Þorvarðarson, Eyþór Orri Ómarsson og Róbert Aron Eysteinsson bættu við mörkum. ÍBV er því, ásamt Val, á toppi riðilsins eftir þessa umferð með þrjú stig og fimm mörk í plús.

Felix Örn Friðriksson skoraði tvö fyrir Eyjamenn í dag.
Felix Örn Friðriksson skoraði tvö fyrir Eyjamenn í dag. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson


Magni og Víkingur R. mættust í Boganum fyrir norðan og þar fór eins og í öðrum leikjum dagsins, 5:0. Óttar Magnús Karlsson skoraði tvö mörk fyrir Víkinga og þeir Tómas Guðmundsson, Helgi Guðjónsson og Atli Hrafn Andrason skoruðu eitt mark hvor. Víkingar eru því efstir eftir fyrstu umferðina en Keflavík vann einnig sinn leik, gegn Fram í gærkvöldi. KA og Fylkir eru um miðjan annan riðil eftir að hafa skilið jöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert