Krefjandi verkefni vegna umspilsins í næsta mánuði

Laugardalsvöllurinn í sólinni eftir hádegið í gær.
Laugardalsvöllurinn í sólinni eftir hádegið í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú þegar nokkuð er liðið á veturinn er farið að styttast í leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM karla í knattspyrnu. Áætlað er að hann fari fram á Laugardalsvellinum 26. mars.

Morgunblaðið ræddi við Kristin V. Jóhannsson vallarstjóra í höfuðstöðvum KSÍ gær þar sem boðað var til blaðamannafundar til að upplýsa um gang mála.

„Við höfum haft gott skipulag á þessu og verið duglegir að passa upp á það. Lausnirnar sem við höfum unnið með geta átt við flest vandamál sem geta komið upp. Veturinn hefði getað verið betri en hefði einnig getað verið verri. Við erum því mjög bjartsýnir að leikurinn fari fram og hann fer fram,“ sagði Kristinn og brosti en hann hefur ásamt sínu fólki reynt að búa sig undir hið mögulega og jafnvel hið ómögulega einnig.

„Þú ferð eiginlega í smá ferðalag og veist ekki hvernig áfangastaðurinn verður. Það eru ýmis vandamál til staðar og við sjáum fyrir okkur hver gæti verið versta staða eða næstversta. Svo kemur eitthvað annað í ljós en við höfum verið undirbúnir fyrir allt og ekkert. Hingað til hefur þetta gengið þokkalega.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert