FH fær bandarískan varnarmann

FH tryggði sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.
FH tryggði sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnudeild FH hefur samið við bandaríska varnarmanninn Taylor Sekyra og mun hún leika með liðinu á komandi sumri. Hún kemur beint til FH úr háskólaboltanum. 

Sekyra er fjórði leikmaðurinn sem FH fær til sín í vetur. Áður höfðu Hrafnhildur Hauksdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir komið til Hafnarfjarðarliðsins, sem tryggði sér sæti í efstu deild á síðasta sumri. 

„Taylor er öflugur varnarmaður sem kemur til liðs við FH beint úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún hefur undanfarin ár spilað með Washington-háskólanum í Seattle við góðan orðstír. Við bindum miklar vonir við Taylor fyrir komandi tímabil og bjóðum hana velkomna í FH,“ segir á Facebook-síðu FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert