Aron samdi við Aftureldingu

Aron Elí Sævarsson við undirritunina í kvöld.
Aron Elí Sævarsson við undirritunina í kvöld. Ljósmynd/Afturelding

Knattspyrnumaðurinn Aron Elí Sævarsson er kominn til liðs við 1. deildarlið Aftureldingar frá Val en félagið skýrði frá því í kvöld að hann hefði skrifað undir samning í Mosfellsbænum.

Aron er 22 ára gamall og leikur yfirleitt sem bakvörður. Hann hefur ekki spilað úrvalsdeildarleik með Val en verið í láni hjá þremur liðum í 1. deild á undanförnum tveimur árum, fyrst með HK árið 2018 og síðan með Haukum og Þór árið 2019.

Stóri bróðir Arons er flestum fótboltaáhugamönnum vel kunnugur en það er Birkir Már Sævarsson, landsliðsbakvörður til fjölmargra ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert