HK fékk ekkert stig fyrir sigur en þrjú fyrir tap

Guðmundur Magnússon er enn skráður hjá ÍBV, þrátt fyrir að …
Guðmundur Magnússon er enn skráður hjá ÍBV, þrátt fyrir að Grindavík kynnti hann í nóvember síðastliðinn. Ljósmynd/Grindavík

HK hefur verið dæmdur 3:0-sigur gegn Grindavík í Lengjubikar karla í fótbolta, þrátt fyrir að tapa leiknum 1:2 síðastliðinn laugardag. Guðmundur Magússon, sem skoraði bæði mörk Grindavíkur, var enn þá skráður í ÍBV er leikurinn var spilaður og var því ólöglegur. 

Grindavík hefur auk þess verið sektað um 30.000 krónur, þar sem lið sem mætir ólöglega skipað til leiks skal sæta 30.000 króna sekt og 30.000 króna sek að auki fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi. 

Þátttaka HK-inga í keppninni til þessa hefur verið skrautleg. Liðið vann 1:0-sigur á FH í fyrsta leik, en var dæmdur ósigur þar sem varamaðurinn Emil Skorri Þ. Brynjólfsson var enn skráður í Ými þar sem hann var að láni.

HK fékk því ekkert stig fyrir 1:0-sigur en þrjú stig fyrir 1:2-tap. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert