Ellefu prósent í stjórn KSÍ eru konur - á að fjölga í 30 prósent

Stjórn KSÍ sem var endurkjörin á þinginu um helgina, ásamt …
Stjórn KSÍ sem var endurkjörin á þinginu um helgina, ásamt Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra. Ragnhildi Skúladóttur vantar á myndina. Ljósmynd/KSÍ

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands kynnti á ársþingi sínu í Ólafsvík á laugardaginn að ákveðið hefði verið að gera kröfu um að hlutfall kvenna verði að minnsta kosti 30 prósent í stjórnum og nefndum sambandsins innan tveggja ára.

Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, er formaður starfshóps um heildarendurskoðun knattspyrnu kvenna og stefnumótun til framtíðar, en hún kynnti minnisblað frá starfandi vinnuhópi um málið.

Af sautján stjórnarmönnum KSÍ í dag, að meðtölum þeim sem sitja í varastjórn og eru landshlutafulltrúar, eru aðeins tvær konur, þær Borghildur og Ragnhildur Skúladóttir, sem gerir aðeins ríflega 11 prósent fulltrúa.

mbl.is