Dregur sig úr landsliðinu vegna kórónuveirunnar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með AC Milan á Ítalíu þar …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með AC Milan á Ítalíu þar sem 400 manns hafa smitast af kórónuveirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur þurft að draga sig úr íslenska landsliðinu vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Berglind Björg er samningsbundin Breiðabliki en hún spilar í dag sem lánsmaður hjá AC Milan á Ítalíu.

Kórónuveiran hefur hreiðrað um sig á Norður-Ítalíu og hefur mörgum knattspyrnuleikjum þar í landi verið frestað vegna veirunnar. Alls hafa 400 manns smitast af veirunni á Ítalíu og þar af eru dauðsföllin orðin tólf talsins en ekkert Evrópuland hefur lent jafn illa í veirunni og Ítalía.

Berglind Björg mun því ekki fara með íslenska kvennalandsliðinu til Spánar þar sem liðið tekur þátt í alþjóðlegu móti ásamt Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Sandra María Jessen, leikmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert