Árbæingur á leið til Noregs

Ari Leifsson er að ganga til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið …
Ari Leifsson er að ganga til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Strømsgodset. mbl.iS/Eggert Jóhannesson

Ari Leifsson, leikmaður Fylkis í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset en þetta staðfesti Baldur Arnarson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði Fylkis, í samtali við mbl.is í dag.

Ari er fæddur árið 1998 en hann er uppalinn í Árbænum. Hann á að baki 46 leiki í efstu deild með Fylki og þá á hann einnig að baki einn A-landsleik fyrir Ísland. Eins hefur hann spilað fjórtán landsleiki fyrir U21 árs landslið Íslands þar sem hann hefur skorað eitt mark.

Fylkismenn samþykkui tilboð norska liðsins í vikunni og nú ræðir varnarmaðurinn við norska félagið um kaup og kjör. Strømsgodset hafnaði í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 32 stig en alls leika sextán lið í norsku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert