Tíu íslensk spila á Ítalíu

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika báðir á Ítalíu, Birkir …
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika báðir á Ítalíu, Birkir í A-deildinni og Emil í C-deildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíu Íslendingar leika um þessar mundir með ítölskum knattspyrnuliðum og níu þeirra búa í norðurhéruðum Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur geisað harðast að undanförnu.

Flest þeirra hafa leikið með hinum ýmsu íslensku landsliðum og hætta er á að þau geti ekki leikið fyrir Íslands hönd á næstunni vegna öryggisráðstafana sem gerðar hafa verið og eiga mögulega eftir að vera gerðar vegna veirunnar.

Eins og fram kom í fréttum í gær getur Berglind Björg Þorvaldsdóttir ekki farið til móts við íslenska landsliðið sem tekur þátt í Pinetar-mótinu á Spáni 4. til 10. mars. Hún leikur með AC Milan, sem er frá borginni Mílanó í miðju Lombardy-héraði (Langbarðalandi) og tveimur síðustu leikjum liðs hennar hefur verið frestað vegna veirunnar.

Berglind hefði þurft að vera hálfan mánuð í sóttkví áður en hún hefði komið til móts við landsliðið.

Andrea Mist Pálsdóttir, sem leikur með Orobica frá Bergamo á Norður-Ítalíu, var ekki í þessum landsliðshópi en hefði verið á sama stað og Berglind. Leikjum hjá henni hefur ekki verið frestað enn sem komið er og nú er komið hlé á ítölsku kvennadeildinni til 21. mars. Þá leikur markvörðurinn Selma Líf Hlífarsdóttir með Napoli í B-deildinni en hún er utan hættusvæðisins sunnar í landinu.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson hafa verið fastamenn í A-landsliðinu sem leikur gegn Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars í umspilinu fyrir EM. Þeirra lið, Brescia og Padova, eru bæði á Norður-Ítalíu og tveimur leikjum hjá Emil hefur verið frestað.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert