Efnilegur Þórsari snýr heim

Nikola Kristinn skrifar undir hjá Þór.
Nikola Kristinn skrifar undir hjá Þór. Ljósmynd/thorsport.is

Knattspyrnumaðurinn Nikola Kristinn Stojanovic hefur gert tveggja ára samning við Þór. Nikola er uppalinn á Akureyri en hann hefur leikið með Fjarðabyggð síðust þrjú ár, þar sem faðir hans, Dragan, er þjálfari. 

Nikola hefur leikið 61 keppnisleik með Fjarðabyggð og skorað í þeim tíu mörk. Hann skoraði sex mörk í 21 leik með Fjarðabyggð síðasta sumar í 3. deild. 

Dragan faðir hans lék með og þjálfaði hjá Þór í mörg ár og Nikola lék með félaginu upp í 2. aldursflokk.

Nikola var lykilmaður hjá Fjarðabyggð sem hafnaði í níunda sæti 3. deildarinnar á síðustu leiktíð. Þór hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar síðasta sumar. 

mbl.is