Gat ekki stillt mig um að fagna

Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason skalla boltann báðir frá, að …
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason skalla boltann báðir frá, að því er virðist! Úr leik Íslands og Englands á EM í Frakklandi 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í fótbolta í fyrradag gat ég ekki stillt mig um að fagna þegar England var dregið í riðil með Íslandi. Og það gerðu fleiri í kringum mig.

Þetta var hófstilltari fögnuður en þegar í ljós kom að Ísland væri komið í 16-liða úrslitin á EM 2016 og ætti að mæta Englandi í Nice.

Hófstilltari en þegar Ísland stóð uppi sem sigurvegari í þeim magnaða leik, 2:1.

Ég man vel eftir eina leik Íslands og Englands í Laugardal í sumarbyrjun 1982. Englendingar voru á leið á HM og skiptu sínum stóra hópi í tvö lið sem léku á Ísland og í Finnlandi á sama tíma.

Við fengum ekki alla bestu leikmennina hingað. En fengum þó Glenn Hoddle, minn uppáhaldsleikmann á þeim tíma. Og leikurinn endaði 1:1. Arnór Guðjohnsen og Paul Goddard skoruðu mörkin.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert